Eskimóaþokan

  • NGC 2392, hringþoka, Eskimóaþokan
    Eskimóaþokan (NGC 2392) er hringþoka í stjörnumerkinu Tvíburunum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
07klst 29mín 10,8s
Stjörnubreidd:
+20° 54′ 42"
Fjarlægð:
2.900 ljósár
Sýndarbirtustig:
+10,1
Stjörnumerki: Tvíburarnir
Önnur skráarnöfn:
NGC 2392, Caldwell 39

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 17. janúar árið 1787 frá Slough í Englandi.

Eskimóaþokan dregur nafn sitt af þvi að hún minnir á mannshöfuð með hettu. Hún er leif stjörnu á borð við sólina okkar sem þandist út undir lok ævi sinnar og breyttist í rauðan risa. Að lokum þeytti hún ystu lögum sínum frá sér og myndaði þá þessa hringþoku. Í miðjunni situr svo eftir hvítur dvergur.

Þótt þokan sé dauf sést hún ágætlega í gegnum áhugamannasjónauka.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2392

  2. Courtney Seligman - NGC 2392

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2392