Kattaraugað

  • NGC 6543, kattaraugað, hringþoka
    Kattaraugað (NGC 6543) er hringþoka í stjörnumerkinu Drekanum. Mynd: NASA/ESA/CXC
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
17klst 58mín 33,4s
Stjörnubreidd:
+66° 37′ 59,52"
Fjarlægð:
3.300 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,8
Stjörnumerki: Drekinn
Önnur skráarnöfn:
Caldwell 6

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 15. febrúar árið 1786. Árið 1864 rannsakaði enski stjörnuáhugamaðurinn William Huggins í fyrsta sinn litróf þokunnar. Niðurstöður hans sýndu að hringþokur voru úr heitu gasi en ekki stjörnum.

Stjarnan í miðju Kattaraugans er um það bil 80.000°C heit eða svo og um 10.000 sinnum bjartari en sólin okkar. Fyrir um 1000 árum varpaði þessi stjarna, sem var líklega um 5 sólmassar í upphafi, frá sér ytri lögum sínum og myndaði þokuna. Í þokunni er þess vegna að mestu vetni og helíum en líka efni eins og kolefni, nitur og súrefni og hefur hvert efni sinn einkennislit. Á hverri sekúndu missir stjarnan um það bil 20 trilljón tonnum af efni á sekúndu út í geiminn á formi stjörnuvinds sem fer með um 1900 km hraða á sekúndu.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_6543

  2. Courtney Seligman - NGC 6543

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 6543