NGC 1309

  • NGC 1309, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 1309 í stjörnumerkinu Fljótinu. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
03klst 22mín 06,5s
Stjörnubreidd:
-15° 24′ 00"
Fjarlægð:
120 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+12
Stjörnumerki: Fljótið
Önnur skráarnöfn:

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 3. október árið 1785.

NGC 1309 er um 75.000 ljósár í þvermál, örlítið minni en vetrarbrautin okkar. Hún hefur nokkuð þéttofna þyrilarma með björtum, bláum stjörnuþyrpingum og gulan kjarna úr eldri stjörnum.

NGC 1309 er ein af 200 vetrarbrautum í vetrarbrautaþyrpingu sem kennd er við stjörnumerkið Fljótið.

Heimildir

  1. Hubble Snaps Images of a Pinwheel-Shaped Galaxy

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1309

  3. Courtney Seligman - NGC 1309

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1309