NGC 1313

  • NGC 1313, bjálkaþyrilvetrarbraut
    Bjálkaþyrilvetrarbrautin NGC 1313 í stjörnumerkinu Netinu. Mynd ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Bjálkaþyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
03klst 18mín 15,4s
Stjörnubreidd:
-66° 29′ 50"
Fjarlægð:
15 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Netið
Önnur skráarnöfn:

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði vetrarbrautina þann 27. september árið 1826.

NGC 1313 er hrinuvetrarbraut sem þýðir að í henni er óvenju virk myndun nýrra, heitra og bjartra stjarna. Flestar slíkar vetrarbrautir hafa venjulega gengið í gegnum samruna eða gerst nærgöngular öðrum vetrarbrautum, en svo virðist ekki vera í tilviki NGC 1313.

NGC 1313 er um 50 þúsund ljósár í þvermál, um helmingi minni en vetrarbrautin okkar. Hún er einstaklega óregluleg af bjálkaþyrilvetrarbraut og er því stundum kölluð Ringulreiðin.

Heimildir

  1. The Topsy-Turvy Galaxy — VLT Image of Starburst Galaxy NGC 1313

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1313

  3. Courtney Seligman - NGC 1313

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1313