NGC 1569

  • NGC 1569, dvergvetrarbraut
    Dvergvetrarbrautin NGC 1569 í stjörnumerkinu Gíraffanum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Dvergvetrarbraut
Stjörnulengd:
04klst 30mín 49,1s
Stjörnubreidd:
+64° 50′ 53"
Fjarlægð:
11 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+11,9
Stjörnumerki: Gíraffinn
Önnur skráarnöfn:
Arp 210

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 4. nóvember árið 1788.

Í NGC 1569 eru tvær risastjörnuþyrpingar sem gengið hafa í gegnum mikla stjörnumyndunarhrinur. Í norðvesturhluta vetrarbrautarinnar er risaþyrping A en hún inniheldur ungar stjörnur, þar á meðal Wolf-Rayet stjörnur, sem urðu til fyrir innan við 5 milljónum ára og eldri rauðar stjörnur. Risaþyrping B er nálægt miðju vetrarbrautarinnar og inniheldur eldri rauða risa og rauða reginrisa. Talið er að þessar stjörnuþyrpingar séu álíka massamiklar og kúluþyrpingar við vetrarbrautina okkar.

Heimildir

  1. Supernova blast bonanza in nearby galaxy

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1569

  3. Courtney Seligman - NGC 1569

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1569