NGC 1569
Tegund: | Dvergvetrarbraut |
Stjörnulengd: |
04klst 30mín 49,1s |
Stjörnubreidd: |
+64° 50′ 53" |
Fjarlægð: |
11 milljón ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+11,9 |
Stjörnumerki: | Gíraffinn |
Önnur skráarnöfn: |
Arp 210 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 4. nóvember árið 1788.
Í NGC 1569 eru tvær risastjörnuþyrpingar sem gengið hafa í gegnum mikla stjörnumyndunarhrinur. Í norðvesturhluta vetrarbrautarinnar er risaþyrping A en hún inniheldur ungar stjörnur, þar á meðal Wolf-Rayet stjörnur, sem urðu til fyrir innan við 5 milljónum ára og eldri rauðar stjörnur. Risaþyrping B er nálægt miðju vetrarbrautarinnar og inniheldur eldri rauða risa og rauða reginrisa. Talið er að þessar stjörnuþyrpingar séu álíka massamiklar og kúluþyrpingar við vetrarbrautina okkar.