NGC 1850

  • NGC 1850, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 1850 í stjörnumerkinu Sverðfisknum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
05klst 8mín 45s
Stjörnubreidd:
-68° 45′ 42"
Fjarlægð:
160.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,0
Stjörnumerki: Sverðfiskurinn
Önnur skráarnöfn:
ESO 056-SC070

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði þyrpinguna þann 3. ágúst árið 1826.

NGC 1850 er næst bjartasta þyrpingin í Stóra Magellansskýinu (aðeins 30 Dorado er bjartari). Hún er í bjálka Stóra Magellansskýsins og er í raun tvöföld lausþyrping sem líkist kúluþyrpingu og á sér enga sína líka í vetrarbrautinni okkar. Eldri þyrpingin er um 50 milljóna ára gömul en sú smærri 4 milljóna ára. Sú smærri inniheldur mjög heitar, bláar stjörnur og daufari rauðar T-Tarfsstjörnur.

Í kringum þyrpinguna er gasslæða sem talin er hafa orðið til við sprengistjörnur. Slæðan er hluti af risagasbólu sem kallast N103.

Heimildir

  1. Hubble images remarkable double cluster

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1850

  3. Courtney Seligman - NGC 1850

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1850