NGC 2261
Tegund: | Endurskinsþoka |
Stjörnulengd: |
06klst 39mín 10s |
Stjörnubreidd: |
+8° 45′ |
Fjarlægð: |
2.500 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+9,0 |
Stjörnumerki: | Einhyrningurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Caldwell 46 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 27. desember árið 1786.
NGC 2261 var fyrsta fyrirbærið sem Edwin Hubble ljósmyndaði með Hale sjónaukanum í Palomarfjalli þegar hann var tekinn í notkun þann 26. janúar árið 1949, rétt rúmlega tuttugu árum eftir að smíði hófst á sjónaukanum. Áður hafði Hubble rannsakað þokuna með sjónaukunum í Yerkes stjörnustöðinni og á Wilsonfjalli.
NGC 2261 er keilulaga gas- og rykský sem lýst er upp af stjörnunni R Monocerotis, T-Tarfsstjörnu sem rétt glittir í við neðri enda þokunnar. Þétt ryk nálægt stjörnunni varpa skuggum á þokuna og þegar það hreyfist breytist lýsingin. Þessum breytingum lýsti Hubble fyrstur manna. Stjarnan sjálf er í 2.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er talin um tíu sinnum massameiri en sólin og aðeins um 300.000 ára gömul.