NGC 2346
Tegund: | Hringþoka |
Stjörnulengd: |
07klst 09mín 41s |
Stjörnubreidd: |
-0° 48′ 56" |
Fjarlægð: |
2.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+11,6 |
Stjörnumerki: | Einhyrningurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 5. mars árið 1790.
Í miðju NGC 2346 er tvístirni með 16 daga umferðartíma en er líka breytileg, líklega vegna ryks sem umlykur stjörnurnar. Fyrir milljónum ára, þegar stjörnurnar voru lengra í sundur, byrjaði massameiri stjarnan að þenjast út og breytast í rauðan risa. Við það tók hin stjarnan að færast nær rauða risanum svo að lokum fór hún inn í ystu lög hans.