NGC 253
Tegund: | Þyrilvetrarbraut |
Stjörnulengd: |
00klst 47mín 33s |
Stjörnubreidd: |
-25° 17 18" |
Fjarlægð: |
11 milljón ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+8 |
Stjörnumerki: | Myndhöggvarinn |
Önnur skráarnöfn: |
NGC 253, Caldwell 65 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn Corline Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þegar hún leitaði að halastjörnum á himninum árið 1783 frá heimili sínu í Englandi. Um hálfri öld síðar skoðaði frændi hennar, John Herschel, vetrarbrautina með 18 tommu spegilsjónauka frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku og lýsti henni sem glæsilegu fyrirbæri án stjarna.
Hingað til hefur aðeins ein sprengistjarna sést í Myndhöggvaraþokunni. Sú fannst í nóvember árið 1940 og var því nefnd SN 1940E.
Myndhöggvarahópurinn
Myndhöggvaraþokan er bjartasta vetrarbrautin í litlum hópi vetrarbrauta sem kallast Myndöggvarahópurinn. Þessi hópur er jafnframt einn nálægasti vetrarbrautahópurinn við Grenndarhópinn sem við tilheyrum. Í Myndhöggvarahópnum eru meðal annars NGC 247, NGC 625, NGC 7793.
Í NGC 253 er mikil og ör stjörnumyndun og er það hluti ástæðunnar hve björt hún er. Vetrarbrautin er líka mjög rykug og hylur það stóran hluta hennar. Frá jörðu séð er hún nánast á rönd en engu að síður eru þyrilarmar hennar augljósir á ytri svæðunum, sem og bjartur kjarninn.
Á himninum
NGC 253 er mjög falleg að sjá í gegnum sjónauka en því miður er hún aðeins of sunnarlega á himinhvolfinu til að sjást frá Íslandi. Gott er að notast við stjörnukort af Myndhöggvaranum til að staðsetja hana.