NGC 2736

  • Blýantsþokan, NGC 2736, sprengistjörnuleif, geimþoka
    Blýantsþokan (NGC 2736) sérkennilega prýðir þessa mynd frá La Silla stjörnustöð ESO í Chile. Þessi þoka er lítill hluti af risavöxnum leifum stjörnu sem sprakk fyrir um 11.000 árum. Myndin var tekin með Wide Field Imager á 2,2 metra MPG/ESO sjónaukanum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Sprengistjörnuleif
Stjörnulengd:
09klst 0mín 17s
Stjörnubreidd:
-45° 54′ 57"
Fjarlægð:
815 ljósár
Sýndarbirtustig:
+12
Stjörnumerki: Seglið
Önnur skráarnöfn:

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þokuna þann 1. mars árið 1835 er hann var við stjörnuathuganir frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku.

Lögun þokunnar bendir til þess að hún hafi orðið til þegar höggbylgjan frá sprengistjörnunni lenti á þettu gassvæði. Við það tók þokan að glóa.

Blýantsþokan er um 0,75 ljósár að lengd og ferðast í gegnum miðgeimsefnið á um 650.000 km hraða á klukkustund. Þetta þýðir að þótt hún sé í um 800 ljósára fjarlægð frá jörðinni, mun hún breyta sjáanlega staðsetningu sinni á himninum miðað við stjörnur í bakgrunni á einni mannsævi.

Sjá Himneskur nornakústur? — Ný mynd af Blýantsþokunni á vef ESO.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_2736

  2. Courtney Seligman - NGC 2736

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 2736