NGC 2736
Tegund: | Sprengistjörnuleif |
Stjörnulengd: |
09klst 0mín 17s |
Stjörnubreidd: |
-45° 54′ 57" |
Fjarlægð: |
815 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+12 |
Stjörnumerki: | Seglið |
Önnur skráarnöfn: |
Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þokuna þann 1. mars árið 1835 er hann var við stjörnuathuganir frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku.
Lögun þokunnar bendir til þess að hún hafi orðið til þegar höggbylgjan frá sprengistjörnunni lenti á þettu gassvæði. Við það tók þokan að glóa.
Blýantsþokan er um 0,75 ljósár að lengd og ferðast í gegnum miðgeimsefnið á um 650.000 km hraða á klukkustund. Þetta þýðir að þótt hún sé í um 800 ljósára fjarlægð frá jörðinni, mun hún breyta sjáanlega staðsetningu sinni á himninum miðað við stjörnur í bakgrunni á einni mannsævi.
Sjá Himneskur nornakústur? — Ný mynd af Blýantsþokunni á vef ESO.