NGC 3603

  • NGC 3603, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 3603 í stjörnumerkinu Kilinum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
11klst 15mín 9,1s
Stjörnubreidd:
-61° 16′ 17"
Fjarlægð:
20.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+9,1
Stjörnumerki: Kjölurinn
Önnur skráarnöfn:

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þyrpinguna þann 14. mars árið 1834 er hann var við stjörnuathuganir frá Góðrarvonarhöfða í Suður Afríku.

NGC 3603 er ein bjartasta og þéttasta þyrping ungra, massamikilla stjarna í vetrarbrautinni okkar. Hún er því kjörin nálæg hliðstæða mjög virkra stjörnumyndunarsvæða í öðrum vetrarbrautum.

NGC 3603 er hrinusvæði; verksmiðja í alheiminum þar sem stjörnur myndast í gríð og erg úr gas- og rykskýjum þokunnar. Þokan á lögun sína að þakka sterku ljósi og öflugum vindum frá ungu stjörnunum sem svipta gas- og rykhulunni af aragrúa stjarna. Í þokunni eru um 400.000 sólmassar af gasi.

Í þyrpingunni eru þúsundir stjarna af öllum stærðum og gerðum, meirihlutinn álíka massamiklar eða massaminni en sólin okkar. Tilkomumestar eru nokkrar mjög þungar stjörnur sem nálgast endalok ævi sinnar. Á stað sem er innan við eitt ljósár á rýmd þjappa nokkrir bláir reginrisa sig saman auk þriggja Wolf-Rayet stjarna. Mælingar Very Large Telescope (VLT) ESO sýna að ein þessara stjarna, NGC 3603-A1, er um 120 sinnum massameiri en sólin okkar. Sú stjarna er raunar tvístirni og snúast stjörnurnar hvor um aðra á aðeins 3,77 dögum.

Allar stjörnurnar í þyrpingunni eru álíka gamlar, um milljón ára.

Heimildir

  1. Extreme star cluster bursts into life in new Hubble image

  2. Stjörnurnar á bakvið tjöldin

  3. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_3603

  4. Courtney Seligman - NGC 3603

  5. SIMBAD Astronomical Database - NGC 3603