NGC 362

  • Litla Megellanskýið og kúluþyrpingarinar 47 Tucanae og NGC 362
    Litla Megellanskýið og kúluþyrpingarinar 47 Tucanae og NGC 362. Mynd: Sævar Helgi Bragason
Helstu upplýsingar
Tegund: Kúluþyrping
Stjörnulengd:
01klst 03mín 14,26s
Stjörnubreidd:
-70° 50′ 55,6"
Fjarlægð:
27.700 ljósár
Sýndarbirtustig:
+6,4
Stjörnumerki: Túkaninn
Önnur skráarnöfn:
ESO 29-14

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop leit þyrpinguna augum fyrstur manna þann 1. ágúst árið 1826 er hann var við rannsóknir í Ástralíu.

NGC 362 sést leikandi í gegnum litla áhugamannasjónauka en nágranni hennar, NGC 104, fangar oftar athygli stjörnuáhugafólks.

Á myndinni hér til hliðar sést NGC 362 í neðra vinstra horninu við hlið Litla Magellansskýsins.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 362

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 362