NGC 4622
Tegund: | Þyrilvetrarbraut |
Stjörnulengd: |
12klst 42mín 37,7s |
Stjörnubreidd: |
-40° 44′ 36" |
Fjarlægð: |
111 milljón ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+12,6 |
Stjörnumerki: | Mannfákurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 5. júní árið 1834.
NGC 4622 hefur harla óvenjulega þyrilarma sem virðast snúast í öfuga átt miðað við það sem búast mætti við, eins og vetrarbrautin væri að afvinda sig. Hugsanlega er ástæðan sú að vetrarbrautin hafi verkað við aðra vetrarbraut sem hafi truflað hana.