NGC 520

  • NGC 520, gagnvirkar vetrarbrautir, þyrilvetrarbrautir
    Gagnvirku þyrilvetrarbrautirnar NGC 520 í stjörnumerkinu Fiskunum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut
Stjörnulengd:
01klst 24mín 35,1s
Stjörnubreidd:
+03° 47′ 33"
Fjarlægð:
100 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+12,2
Stjörnumerki: Fiskarnir
Önnur skráarnöfn:
Arp 157

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þyrpinguna 13. september árið 1784.

Vetrarbrautirnar tvær byrjuðu að renna saman fyrir um 300 milljónum ára og eru nú um 100.000 ljósár í þvermál, nú í miðju samrunaferlinu, þar sem kjarnar þeirra hafa ekki sameinast, aðeins skífurnar. Í miðjunni er áberandi rykslæða og löng stjörnuslóð sem liggur út frá skífunum. NGC 520 er einn bjartari vetrarbrautasamruni á himninum.

Heimildir

  1. ESO.org - Crash of the Titans

  2. SpaceTelescope.org - Galaxies gone wild!

  3. Courtney Seligman - NGC 520

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 520