NGC 60

  • NGC 60, þyrilvetrarbraut
    Þyrilvetrarbrautin NGC 60 í stjörnumerkinu Fiskunum.
Helstu upplýsingar
Tegund: Þyrilvetrarbraut (Sc)
Stjörnulengd:
00klst 15mín 58,28s
Stjörnubreidd:
-00° 18′ 12,7"
Fjarlægð:
500 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+14,9
Stjörnumerki: Fiskarnir
Önnur skráarnöfn:
PGC 1058, UGC 150

Franski stjörnufræðingurinn Édouard Stephan uppgötvaði NGC 60 þann 2. nóvember árið 1882.

NGC 60 einkennist af óvenju afmynduðum þyrilörmum. Slíkt er algengt vegna þyngdartogs frá annarri nágrannavetrarbraut. Í þessu tilviki er sökudólgurinn líklega PGC 311352, 30 þúsund ljósára breið sporvöluvetrarbraut við austurbrún NGC 60.

NGC 60 er líklega nokkur stærri en vetrarbrautin okkar eða um 170 þúsund ljósár í þvermál. Hún er mjög dauf og sést aðeins í gegnum stærstu áhugamannasjónauka.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 60

  2. NASA/IPAC Extragalactic Database - NGC 60