NGC 6240

  • NGC 6240, vetrarbrautir, samruni vetrarbrauta
    Vetrarbrautin NGC 6240 er afleiðing samruna tveggja vetrarbrauta í stjörnumerkinu Naðurvalda. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Vetrarbrautasamruni
Stjörnulengd:
16klst 52mín 58,9s
Stjörnubreidd:
+02° 24′ 03"
Fjarlægð:
400 milljón ljósár
Sýndarbirtustig:
+12,8
Stjörnumerki: Naðurvaldi
Önnur skráarnöfn:
UGC 10592

Franski stjörnufræðingurinn Jean Marie Édouard Stephan uppgötvaði vetrarbrautina þann 21. júlí árið 1871.

NGC 6240 er afbrigðileg, fiðrilda- eða humarlaga vetrarbraut sem samanstendur af tveimur vetrarbrautum sem hafa runnið saman í eina. Mælingar með Chandra röntgengeimsjónauka NASA sýna að í vetrarbrautinni eru tvö risasvarthol sem munu sameinast í framtíðinni. Nú skilja aðeins 3000 ljósár á milli þeirra.

Samruni vetrarbrautanna hófst fyrir um 30 milljónum ára. Um leið hófst mikil stjörnumyndunarhrina og fjöldi stjarna sprungu fljótlega í kjölfarið. Samrunanum verður lokið eftir nokkra tugi eða jafnvel hundruð milljónir ára.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_6240

  2. Courtney Seligman - NGC 6240

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 6240