NGC 6302

  • NGC 6302, hringþoka, Paddan, Fiðrildið
    Paddan (NGC 6302) er hringþoka í stjörnumerkinu Sporðdrekanum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
17klst 13mín 44,2s
Stjörnubreidd:
-37° 06′ 15,94"
Fjarlægð:
3.400 ljósár
Sýndarbirtustig:
+7,1
Stjörnumerki: Sporðdrekinn
Önnur skráarnöfn:

Skoski stjörnufræðingurinn James Dunlop uppgötvaði þyrpinguna þann 5. júní árið 1826 er hann var við stjörnuathuganir í Ástralíu.

Í miðju NGC 6302 er ein heitasta stjarna — hvítur dvergur — sem þekkist í vetrarbrautinni. Yfirborðshitastig hennar er yfir 200.000°C heitur. Það bendir til að stjarnan sem myndaði þokuna hafi verið nokkuð massamikil en massi hennar nú er um 0,64 sólmassar.

Hringþokan NGC 6302 er mjög flókin að uppbyggingu. Hún er stundaglaslaga og umlukin mjög þéttri gas- og rykskífu um miðbauginn.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_6302

  2. Courtney Seligman - NGC 6302

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 6302