NGC 6334

  • NGC 6334
    NGC 6334 í stjörnumerkinu Sporðdrekanum. Mynd: ESO
Helstu upplýsingar
Tegund: Ljómþoka
Stjörnulengd:
17klst 19mín 58s
Stjörnubreidd:
-35° 57′ 47"
Fjarlægð:
5.500 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Sporðdrekinn
Önnur skráarnöfn:
Sharpless 8, Gum 64

Enski stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þokuna þann 7. júní árið 1837 þegar hann dvaldi í Suður Afríku. Þrátt fyrir að hafa einn stærsta sjónauka heims undir höndum á þeim tíma virðist Herschel eingöngu hafa séð bjartasta hluta skýsins sem sést neðarlega til vinstri á myndinni hægra megin.

NGC 6334 nær yfir örlítið stærra svæði en fullt tungl en er í raun um 50 ljósár í þvermál. Þokan sýnist rauð vegna þess að efni sem er milli þokunnar og jarðar gleypir og dreifir bláa og græna ljósinu. Rauða bjarmann má aðallega rekja til glóandi vetnisgass sem skín vegna orkuríkrar geislunar frá heitum, ungum stjörnum.

NGC 6334 er einn virkasti myndunarstaður massamikilla stjarna í Vetrarbrautinni okkar og er þess vegna vinsælt rannsóknarefni stjörnufræðinga. Í þokunni eru nýmyndaðar bjartar bláar stjörnur — hver næstum tíu sinnum massameiri en sólina okkar — sem urðu til á síðustu nokkrum milljónum ára. Svæðið hýsir líka margar ungar stjörnur sem eru grafnar djúpt inni í rykskýjum sem veldur því að erfitt er að rannsaka þær. Í heild gæti Kattarloppuþokan innihaldið nokkra tugi þúsunda stjarna.

Heimildir

  1. VISTA kannar leyndardóm kattarins

  2. Á slóð alheimskattarins

  3. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_6334

  4. Courtney Seligman - NGC 6334

  5. SIMBAD Astronomical Database - NGC 6334