NGC 6537

  • NGC 6537, hringþoka, Rauða köngulóarþokan
    Rauða köngulóarþokan (NGC 6537) er hringþoka í stjörnumerkinu Sporðdrekanum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
18klst 05mín 13,1s
Stjörnubreidd:
-19° 50′ 34,9"
Fjarlægð:
3000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+13
Stjörnumerki: Sporðdrekinn
Önnur skráarnöfn:

Bandaríski stjörnufræðingurinn Edward Pickering uppgötvaði þokuna þann 15. júlí árið 1882.

Í miðri þokunni er hvítur dvergur sem er ein heitasta stjarna sem vitað er um. Hún gefur frá sér öflugan stjörnuvind sem myndar öldur í gasinu sem verða allt 100 milljarða km háar enda vindhraðinn á bilinu 2000 til 4500 km á sekúndu (7-16 milljón km/klst). Bylgjurnar sjálfar ferðast á mun minni hraða eða á um 300 km/s. Hitastigið í gasinu er um 10.000 gráður.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_6537

  2. Courtney Seligman - NGC 6537

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 6537