NGC 6826
Tegund: | Hringþoka |
Stjörnulengd: |
19klst 44mín 48,2s |
Stjörnubreidd: |
+50° 31′ 30,3" |
Fjarlægð: |
2.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+8,8 |
Stjörnumerki: | Svanurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 6. september árið 1793.
NGC 6826 er stundum kölluð blikkandi hringþokan vegna þess að ef horft er beint á hana hverfur hún (vegna lágrar yfirborðsbirtu) en með því að horfa til hliðar við hana sést hún betur. Hún sýnist þar af leiðandi birtast og hverfa á víxl þegar horft er á hana í gegnum sjónauka.