NGC 6888
Tegund: | Ljómþoka |
Stjörnulengd: |
20klst 12mín 7s |
Stjörnubreidd: |
+38° 21,3′ |
Fjarlægð: |
5.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+7,4 |
Stjörnumerki: | Svanurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Sharpless 105, Caldwell 27 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 15. september árið 1792.
Í miðju þokunnar er Wolf-Rayet stjarna, um það bil 4,5 milljóna ára gömul og ef til vill milli 40 til 80 sólmassar, sem nálgast endalok ævi sinnar. Fyrir nokkur hundruð þúsund árum þandist hún út og varð rauður reginrisi og varpaði í leiðinni frá sér miklu magni af efni. Þegar þetta gas rekst á kaldara gas sem hún varpaði frá sér áður, verður til mkil höggbylgja sem veldur því að þokan lýsist upp.
Með tímanum dofnar þessi þoka þegar gasið dreifist um geiminn en eftir nokkur hundruð þúsund ár verður til önnur enn glæsilegri þoka, þegar stjarnan sjálf gefur upp öndina og springur í tætlur. Þokan er um 25 ljósár í þvermál.