NGC 7009

  • NGC 7009, Satúrnusarþokan, hringþok
    Satúrnusarþokan (NGC 7009) er hringþoka í stjörnumerkinu Vatnsberanum. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Hringþoka
Stjörnulengd:
21klst 04mín 10,9s
Stjörnubreidd:
-11° 21′ 48,25"
Fjarlægð:
2.000-4.000 ljósár
Sýndarbirtustig:
+12,8
Stjörnumerki: Vatnsberinn
Önnur skráarnöfn:

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 7. september árið 1782 frá heimili sínu á Englandi.

Satúrnusarþokan dregur nafn sitt af líkindum við reikistjörnuna Satúrnus, þegar hringarnir sjást nokkur vegin á rönd. Rosse lávarður á Írlandi gaf þokunni þetta nafn upp úr 1840.

Í miðju Satúrnusarþokunnar er yfir 50.000 gráðu heit stjarna sem er um 20 sinnum bjartari en sólin okkar. Orkurík útfjólublá geislun frá henni jónar gasið í þokunni svo hún lýsir. Græna litinn má rekja til tvíjónaðs súrefnis.

Satúrnusarþokan er dauf og sést best í gegnum stóra áhugamannasjónauka. Hún er um einni gráðu vestur af stjörnunni Nu Aquarii.

Heimildir

  1. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_7009

  2. Courtney Seligman - NGC 7009

  3. SIMBAD Astronomical Database - NGC 7009