NGC 7027
Tegund: | Hringþoka |
Stjörnulengd: |
21klst 7mín 1,7s |
Stjörnubreidd: |
+42° 14′ 11" |
Fjarlægð: |
3.000 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+10 |
Stjörnumerki: | Svanurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Franski stjörnufræðingurinn Édouard Stephan uppgötvaði þokuna árið 1878 með 31 tommu spegilsjónauka í stjörnustöðinni í Marseille í Frakklandi.
NGC 7027 er talin aðeins um 600 ára gömul. Hún er þess vegna fremur smá, aðeins 0,2 ljósár eða svo í þvermál en hringþokur eru alla jafna um 1 ljósár á breidd. Hún þenst út á um 17 km hraða á sekúndu.
NGC 7027 sést ágætlega í gegnum litla stjörnusjónauka. Í gegnum meðalstóra sjónauka við mikla stækkun sýnist hún bláleit.