Norður Ameríkuþokan
NGC 7000
Tegund: | Ljómþoka |
Stjörnulengd: |
20klst 31mín 17,1s |
Stjörnubreidd: |
+44° 31′ 44" |
Fjarlægð: |
1600 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+4 |
Stjörnumerki: | Svanurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Sharpless 117, Caldwell 20 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 24. október árið 1786 frá Slough í Englandi.
Norður Ameríkuþokan er mjög stór og nær yfir svæði sem er fjórum sinnum stærra en fullt tungl á himninum. Yfirborðsbirta hennar er hins vegar svo lág að hún sést alla jafna ekki með berum augum. Handsjónaukar og stjörnusjónaukar með víð sjónsvið (um það bil 3°) sýna þokublett við góðar aðstæður. Með UHC síu sem bætir birtuskilin er hægt að koma auga á hana með berum augum.
Norður Ameríkuþokan og Pelíkanaþokan (IC 5070) í nágrenninu tilheyra sama rafaða vetnisskýi.
Fjarlægðin til þokunnar er ekki þekkt en hugsanlegt er að stjarnan Deneb lýsi hana upp. Sé það rétt er hún í um 1600 ljósára fjarlægð og um 100 ljósár í þvermál. Fjarlægðin er líklega á bilinu 1500 til 2200 ljósár.