Skartgripaskrínið
Tegund: | Lausþyrping |
Stjörnulengd: |
12klst 53mín 42s |
Stjörnubreidd: |
-60° 22′ |
Fjarlægð: |
6.400 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
|
Stjörnumerki: | Suðurkrossinn |
Önnur skráarnöfn: |
Franski stjörnufræðingurinn Nicolas Louis de Lacaille uppgötvaði Skartgripaskrínið árið 1751 þegar hann var við stjörnuathuganir á suðurhveli jarðar á árunum 1751-1753. Þyrpingin sést með berum augum en árið 1830 nefndi enski stjörnufræðingurinn John Herschel hana Skartgripaskrínið vegna þess hve litríkar stjörnurnar í þyrpingunni eru en þær fölbláu og appelsínugulu minntu hann á skartgripi.
Björtustu stjörnur þyrpingarinnar eru reginrisar en rauði reginrisinn Kappa Crucis sker sig úr. Nálægt þyrpingunni á himninum er stór og áberandi skuggaþoka sem nefnist Kolapokinn.
Skartgripaskrínið er ein yngsta lausþyrping sem þekkist, aðeins um 16 milljóna ára eða svo.