Slörþokan
Veil Nebula
Tegund: | Sprengistjörnuleif |
Stjörnulengd: |
20klst 45mín 38s |
Stjörnubreidd: |
+30° 42′ 30" |
Fjarlægð: |
1.470 ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+7,0 |
Stjörnumerki: | Svanurinn |
Önnur skráarnöfn: |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 5. september árið 1784.
Slörþokan er hluti af hinum víðfeðma Svanssveigi (e. Cygnus Loop) sem nær yfir sex snnum stærra svæði en fullt tungl á himinhvolfinu (þrjár gráður). Þess vegna bera björtustu hlutar hennar mismunandi skráarheiti:
-
NGC 6960 — Nornakústurinn er vesturhluti Slörþokunnar. Stjarnan 52 Cygni er í forgrunni. Auðveldast að sjá í gegnum sjónauka.
-
NGC 6974 — Sést sem kekkur meðfram norðurbrún þokunnar.
-
NGC 6979 — Sést sem kekkur meðfram norðurbrún þokunnar.
-
NGC 6992 — Austurhluti Slörþokunnar NGC 6995
-
Þríhyrningur Pickerings — Mun daufari og ber ekkert NGC númer. Uppgötvaðist á ljósmynd árið 1904.
Slörþokan sést í gegnum alla áhugamannasjónauka en best er að nota sjónauka með víð sjónsvið og litla stækkun. Gott er að nota OIII eða UHC síu til að bæta birtuskilin og draga þannig þokuna betur fram.
Þessa glæsilegu mynd hér að ofan tók stjörnuáhugamaðurinn Gunnlaugur Pétur Nielsen.