Galíleósjónaukinn
Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 tók hópur stjarnvísindamanna, stjörnuáhugamanna og raunvísindakennara sig til og útbjó sérstakan stjörnusjónauka með það í huga að gera undur alheimsins aðgengileg fyrir sem flesta.
Sjónaukinn er nefndur Galíleósjónaukinn eftir ítalska vísindamanninum Galíleó Galílei sem hratt af stað vísindabyltingu þegar hann beindi sínum heimasmíðaða sjónauka til himins. Árið 2010 var öllum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi færður sjónaukinn að gjöf.