Leiðbeiningar um samsetningu Galíleósjónaukans
Fyrst þarf þó að setja Galíleósjónaukann saman. Opnaðu ytri kassann. Öðru megin eru tvö göt á innri kassanum sem þú notar til að draga hann út.
Fyrst sérðu blað með enskum leiðarvísi og lítinn plastpoka sem inniheldur límmiða, ró og fjóra gúmmíhringi. Taktu þetta af kassanum og legðu á borð. Taktu næst efsta pappann úr kassanum.
Í miðjum kassanum er plastpoki sem inniheldur nokkur lög af frauðplasti. Taktu þennan poka úr kassanum. Í pokanum eru linsurnar í augnglerin og safnlinsan.
Taktu allt úr kassanum (sjónpípurnar eru neðst) og legðu á borð eins og hér sést:
Partalisti (í samsetningarröð) |
|
---|---|
A – helmingar sjónpípunnar (2 stk.)
|
K – helmingar aðal augnglers (2 stk.)
|
B – V-stokkar/standar (2 stk.)
|
L – helmingar auka augnglers (2 stk.)
|
C – 50mm safnlinsa (gler)
|
M – litlar linsur í aðal augngler (4 stk.)
|
D – ¼-20 þrífótarró
|
N – lítill, þunnur hringur í augnglerið
|
E – helmingar fókuspípunnar (2 stk.)
|
O – stór klemmuhringur fyrir aðal augnglerið
|
F – lítil klemma fyrir sjónpípu
|
P – litlir klemmuhringir fyrir augngler (2 stk.)
|
G – litlir gúmmíhringir (2 stk.)
|
Q – litlar linsur í auka augngler (2 stk.)
|
H – Límmiði sem varar við að beina sjónaukanum að sólinni
|
R – pípa Barlow-linsu
|
I – stór linsuhlíf/daggarhlíf
|
S – tappi utan um auka augnglerið
|
J – stórir gúmmíhringir (2 stk.)
|
Skref 1: Legðu annan helming sjónpípunnar (A) á borð eða á V-stokkana tvo (B) (þarf ekki). Skoðaðu 50mm safnlinsuna (C) og taktu aðeins utan um brúnir hennar, helst með bréfþurrkunum sem hún kom vafin í svo ekki komi fingraför á linsuna. Taktu eftir að safnlinsan er í raun tvær samfastar linsur, önnur þykk, hin þunn.
Komdu safnlinsunni fyrir í raufina á fremri (breiðari) enda helmings sjónpípunnar. Þynnri linsan á að beinast út á við eins og sést á myndinni hér undir.
Skref 1 er að setja safnlinsu í annan helming sjónpípunnar. |
Skref 2 er að setja þrífótarrónna í miðja sjónpípuna. |
Skref 2: Setjið ¼-20 rónna (D) í raufina í miðri sjónpípunni. Passaðu að róin snúi rétt svo hún sé kyrfilega föst. Eitt horn hennar á að snúa upp eins og sjá má á myndinni hér að ofan.
Skref 3: Legðu báða helminga fókuspípunnar (E) á borð og láttu innri hluta þeirra snúa upp. Taktu eftir að á enda beggja helminga eru raufir að innanverðu en hinn endinn er sléttur. Á öðrum helmingum tvær U-laga raufar; neðst til vinstri á myndinni hér hægra megin. Snúið pípuhelmingunum eins og sést á myndinni hér undir.
Skref 3 er setja saman fókuspípuna. |
Skref 4 er að renna klemmuhringnum yfir fókuspípuna. |
Skref 4: Festu fókuspípurnar saman og haltu þeim föstum. Renndu litla klemmuhringnum (F) yfir fókuspípuna eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Skref 5: Festu báða enda fókuspípunnar með litlu gúmmíhringunum (G) á raufarnar á sitt hvorum enda pípunnar.
Skref 6: Legðu fókuspípuna á mjóa enda sjónpípunnar sem liggur á borðinu eða í V-stokknum. Vertu viss um að sá hluti fókuspípunnar sem hefur U-laga raufarnar skagi út úr mjóa enda sjónpípunnar. Fókuspípan verður að fara inn fyrir litla skilplötu eða skerm sem er í sjónpípunni. Klemmuhringurinn á sömuleiðis að vera fyrir utan sjónpípuna. Þetta sést á myndinni hér undir.
Skref 5 er festa fókuspípuna með litlu gúmmíhringunum. |
Skref 6 er setja fókuspípuna í annan helming sjónpípunnar. |
Skref 7: Legðu seinni helming sjónpípunnar yfir þann helming sem safnlinsan og fókuspípan er í. Gættu þess að safnlinsan og þrífótaróin séu kyrfilega föst í pípunni.
Skref 8: Festu sjónpípurnar saman með því að renna litla klemmihringum á fókuspípunni yfir sjónpípurnar. Gott er að herða hana ekki um of því þá verður fókuspípan of stöm og erfiðara að fókusstilla sjónaukann.
Skref 7 er setja seinni helming sjónpípunnar á hinn. |
Skref 8 festa sjónpípurnar saman með litla klemmuhringnum. |
Skref 9: Límdu límmiðann sem varar við að beina sjónaukanum að sólinni (H) á sjónpípuna. Festu linsuhlífina (I) á fremri enda sjónpípunnar.
Skref 10: Settu stóru gúmmíhringina tvo (J) utan um sjónpípuna í raufarnar sem þar eru. Gúmmíhringirnir halda sjónaukanum kyrfilega saman. Passaðu þig á að slíta hringana ekki þegar þú dregur þá yfir miðarana efst á pípunni. Ef erfitt er að koma öðrum hringnum yfir linsuhlífina er ágætt að taka hana af á meðan.
Skref 9 er að líma límmiðann á sjónpípuna. |
Skref 10 er setja stóru gúmmíhringina utan um sjónpípuna. |
Galíleósjónaukinn þinn lítur þá svona út:
Augnglerið sett saman
Sjónaukinn sjálfur er nú tilbúinn að hluta. Næsta verk er að setja saman augnglerið svo þú sjáir eitthvað í gegnum sjónaukann.
Í frauðplasti eru sex litlar linsur. Fjórar eru áberandi stærri en hinar tvær. Þú þarft að nota þessar fjóru stóru til að setja saman augnglerið. Hinar tvær notum við í Barlow-linsuna.
Þeir hlutir sem þarf til að setja saman augnglerin og Barlow-linsuna. Þeir partar sem nota þarf í aðal augnglerið eru vinstra megin á myndinni. |
Skref 11: Taktu stærri linsurnar (M) úr frauðplastinu. Snertu aðeins brúnir þeirra svo fingraför komi ekki á þær. Tvær linsur eru flatar öðru megin og íhvolfar hinu megin. Báðar hliðar hinna tveggja eru ávalar eða kúptar. Taktu eina af hvorri og legðu þær saman eins og sést á myndinni hér undir. Gerðu það sama með hinum linsunum tveimur.
Skref 11 er setja saman aðal augnglerið. |
Skref 12 er að setja linsupörin í raufarnar í augnglerjapípunni. |
Skref 12: Taktu annan helming aðal augnglersins (K) og settu linsupörin í raufarnar í pípunni. Vertu viss um að linsurnar með flötu hliðarnar beinist frá hvor annarri (í átt að endum augnglerjapípunnar).
Skref 13: Settu litla þunna augnglerjahringinn (N) í þunnu raufina í annan helming augnglerjapípunnar.
Skref 13 er setja litla augnglerjahringinn í þunnu raufina. |
Skref 14 er að festa augnglerið saman. |
Skref 14: Settu seinni helming augnglerjapípunnar á hinn. Gættu þess að linsurnar í fyrri helmingnum og þunni hringurinn falli rétt saman við hinn helminginn. Festu því næst pípuna saman með stóra klemmuhringnum fyrir aðal augnglerið (O) á þann enda sem næstur er linsunum. Settu loks annan af litlu klemmuhringunum (P) á hinn endan.
Skref 15: Settu augnglerið inn í fókuspípuna eins og sést á myndunum hér undir.
Skref 15 er setja augnglerið í fókuspípuna. |
Svona lítur sjónaukinn út með 25-faldri stækkun. |
Þetta augngler gefur 25x stækkun og um það bil 11/2° sjónsvið. Þetta sjónsvið sýnir þrefalt stærra svæði á himninum en fullt tungl þekur. Með 25-faldri stækkun sérðu leikandi gígótt landslag tunglsins og Galíleótunglin við Júpíter. Með þessu víða sjónsviði nærðu líka að sjá Sjöstirnið í heild sinni en það er afar falleg stjörnuþyrping.
Barlow-linsan
Með þeim hlutum sem eftir eru getur þú sett saman Barlow-linsu sem tvöfaldar stækkunina en helmingar sjónsviðið. Með Barlow-linsunni og augnglerinu færðu því 50-falda stækkun sem er nóg til að sjá hringa Satúrnusar.
Skref 16: Í frauðplastinu eru tvær litlar linsur (Q) eftir. Báðar hliðar annarrar linsunnar eru íhvolfar (þunnar í miðjunni). Hin linsan hefur eina flata hlið og eina ávala. Settu linsurnar saman eins og myndin hér undir segir til um.
Skref 16 er setja saman Barlow-linsuna. |
Skref 17, 18 og 19 er að festa linsuna saman. |
Skref 17: Settu linsurnar í raufina í annan helming auka augnglerjapípunnar (L) sem er mjórri og er þrengri í miðjunni en aðal augnglerjapípan. Vertu viss um að þynnri linsan snúi í átt að botni pípunnar (mjórri endanum), eins og sést á myndinni fyrir ofan.
Skref 18: Festu seinni helming auka augnglerjapípunnar á hinn helminginn. Gættu þess að linsurnar falli vel í raufina á seinni helmingnum.
Skref 19: Festu helmingana saman með litla klemmuhringnum (P); þú notaðir fyrri hringinn í skrefi 14.
Skref 20: Settu neðri enda pípunnar alla leið inn í mjóa endan á Barlow-pípunni (R).
Skref 21: Settu aðal augnglerið eins lagt inn í breiðari enda Barlow-pípunnar og hún kemst.
Skref 22: Settu Barlow-pípuna og aðal augnglerið í fókus Galíleósjónaukans. Þannig færðu 50-falda stækkun sem er nóg til að sjá vel hringa Satúrnusar.
Skref 20 og 21 er setja seinna augnglerið í Barlow-pípuna. |
Skref 22 setja Barlow-pípuna og aðal augnglerið í fókuspípuna. |
Galíleó-augngler
Skref 23: Losaðu seinna augnglerið úr mjórri enda Barlow-pípunnar.
Skref 24: Settu tappann af seinna augnglerinu (S), sem sést á myndinni hér undir, yfir mjóa enda seinna augnglersins. Þar með ertu komin(n) með Galíleó-augngler eins og sést á myndunum undir.
Skref 25: Settu Galíleó-augnglerið í fókuspípu Galíleósjónaukans.
Galíleó-augnglerið gefur 17-falda stækkun og mjög þröngt sjónsvið. Sjónsviðið er svo þröngt að erfitt getur reynst að finna fyrirbæri með því. Aftur á móti getur þú á þennan hátt séð það sem Galíleó sjálfur sá fyrir rúmum 400 árum!
Skref 23 er setja saman Galíleó augnglerið. |
Skref 25 er að setja Galíleó augnglerið í fókuspípuna. |
Miðari og þrífótur
Efst á sjónpípunni er miðari sem hjálpar þér að beina sjónaukanum að áhugaverðum fyrirbærum.
Þótt Galíleósjónaukinn sé lítill og fisléttur stækkar hann engu að síður það mikið að minnsti titringur birtist manni eins og stærsti jarðskjálfti. Við 25x og 50x stækkun er mikilvægt að festa sjónaukann á trausta undirstöðu.
Á sjónaukanum er stöðluð þrífótarfesting. Hann er þar að auki svo léttur að hann passar á velflesta ódýra ljósmyndaþrífætur.
Að stilla fókusinn
Sjónaukinn er fókusstilltur með því að draga fókuspípuna út úr sjónpípunni.
Fyrsta stjörnuskoðunin
Þegar búið er að setja sjónaukann saman og prófa hann innandyra og í dagsbirtu er næsta skref að prófa hann undir heiðskírum næturhimni. Himininn er stór og þar er margt að sjá. Við mælum eindregið með því að þú skoðir björtustu og einföldustu fyrirbærin fyrst. Byrjaðu á tunglinu. Á þessum næsta nágranna okkar í sólkerfinu eru gígar og fjöll sem sjást glöggt með Galíleósjónaukanum.
Hér er hægt að sækja og prenta út Stjörnukort mánaðarins sem sýnir himininn í hverjum mánuði.
Hvernig vitna skal í þessa grein
-
Sævar Helgi Bragason og Ottó Elíasson (2010). Leiðbeiningar um samsetningu Galíleósjónaukans. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/galileosjonaukinn/leidbeiningar. Sótt DAGSETNING