Námsefni og kennsluhugmyndir
Póstlisti kennara
Stjörnufræðivefurinn er með sérstakan póstlista fyrir kennara sem við notum til þess að senda út upplýsingar um verkefni og stjörnukort og við látum vita þar ef eitthvað spennandi er að sjá á næturhimninum.
Stjörnuskoðun með skólahóp
Á vefnum er grein með ýmsum ábendingum sem geta gagnast við skipulagninu stjörnuskoðunar.
Námsefni tengt Galíleósjónaukanum
Stjörnuskoðunarverkefni
Verkefnin hæfa nemendum í efri bekkjum grunnskóla jafnt sem framhaldsskólanemum. Markmiðið er að nemendur jafnt sem kennarar fari út, þegar dimmt er orðið til þess að virða fyrir sér stjörnuhimininn og þá leyndardóma sem hann hefur að geyma.
-
Tunglið skoðað (tilvalið til nota með Galíleósjónaukanum)
-
Júpíter og Galíleótunglin (tilvalið til nota með Galíleósjónaukanum)
-
Sjöstirnið (tilvalið til nota með Galíleósjónaukanum)
Í lok greinarinnar Að fara með hóp í stjörnuskoðun eru nokkur atriði sem nemendur og kennarar ættu að gefa gaum í stjörnuskoðuninni.
Námsefni úr Eyes on the Skies (Horft til himins)
Lagt er til að horft sé á einn til tvo kafla í tíma og verkefni unnin sem tengjast þeim. Námsefnið hentar efsta stigi grunnskóla og framhaldsskólastigi. Námsefnið uppfyllir áfangamarkmið við lok 10. bekkjar í náttúrufræði skv. Aðalnámskrá grunnskólanna og þrepamarkmið 9.
Ítarefni er að finna hér. Kennarar geta nálgast lausnir með því að senda skeyti á stjornuskodun [hjá] stjornuskodun.is
Annað námsefni
-
Great World Wide Star Count - stjörnutalning 29. okt. - 11. nóv.
-
Hversu þung er jörðin? — Jörðin vigtuð með hjálp Hubble geimsjónaukans
-
Sólkerfið í smækkaðri mynd
-
Hvernig urðu gígarnir á tunglinu til?