Indíáninn
Latneskt heiti: |
Indus |
Bjartasta stjarna: | α Indi |
Bayer / Flamsteed stjörnur: |
16 |
Stjörnur bjartari +3,00: |
0 |
Nálægasta stjarna: |
Epsilon Indi (12 ljósár) |
Messier fyrirbæri: |
0 |
Loftsteinadrífur: |
Engar |
Sést frá Íslandi: |
Nei |
Stjörnumerkið Indíáninn á rætur að rekja til loka 16. aldar. Þá bjó hollenski kortagerðamaðurinn Petrus Plancius til merkið út frá þeim stjörnum sem landar hans, sæfarendurnir Pieter Dirkszoon Keyser og Frederick de Houtman, skrásettu í fyrstu leiðangrum Hollendinga til Austur Indía.
Merkið birtist fyrst á hnattlíkandi Planciusar og landa hans Jodocus Hondius í Amsterdam árið 1598. Indíáninn er sýndurh ala á spjóti eða örvum við veiðar. Ekki er vitað hvort Indíáninn táknar einhvern tiltekinn hóp fólks en hugsanlega er merkið táknrænt fyrir þá þjóðflokka sem bjuggu á suðurhveli jarðar á tímum landkönnunarferða Hollendinga.
Engar goðasagnir tengjast merkinu.
Stjörnur
Stjörnur Indíánans eru fremur daufar en þær björtustu eru af þriðja birtustigi. Engin þeirra bera formleg nöfn.
-
α Indi er bjartasta stjarna Indíánans (birtustig +3,11). Hún er risastjarna af K0-gerð í um 98 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er tvisvar sinnum massameiri en sólin en tólf sinnum breiðari og næstum þúsund gráðum kaldari (um 4.600°C). Í Kína er þessi stjarna kölluð Pe Sze eða Persinn en kristniboðar jesúíta gáfu henni það nafn.
-
ε Indi er ein nálægasta fastastjarnan við sólkerfið okkar í um það bil 12 ljósára fjarlægð. Hún er K5-stjarna á meginröð, um 76% af massa og breidd sólar en mun daufari eða aðeins um 22% af birtu sólar. Hún er auk þess um þúsund gráðum kaldari en sólin okkar. Í upphafi árs 2003 tilkynntu stjörnufræðingar að fundist hefðu tveir brúnir dvergar, 40 og 60 sinnum massameiri en Júpíter, á braut um Epsilon Indi.
Djúpfyrirbæri
Stjörnumerkið Indíáninn og nágrenni. Mynd úr Stellarium hugbúnaðinum |
Í Indíánanum eru fáein áhugaverð djúpfyrirbæri, mestmegnis daufar vetrarbrautir. IC 5152 er óregluleg vetrarbraut í um 5,8 milljóna km fjarlægð frá jörðinni. NGC 7041 og NGC 7090 eru aðrar vetrarbrautir í merkinu.
Stjörnukort
Stjörnukort af Indíánanum í prentvænni útgáfu er að finna hér.