Stjörnutalning og útilýsing

Stjörnutalning

Stjörnutalning fer þannig fram að skoðað er eitt eða fleiri stjörnumerki á himninum (t.d. Svanurinn eða Óríon&Nautið). Út frá því hve margar stjörnur sjást á þessu svæði má áætla heildarfjölda stjarna sem sjást á himninum.

Settar hafa verið upp tvær vefsíður með almennum upplýsingum um stjörnutalningu:

Áhrif útilýsingar

Hér að neðan er mynd sem sýnir áhrif lýsingar að næturlagi. Myndin er samsett úr fjölda gervihnattamynda en áhenni sést hvernig ljós frá borgum og bæjum dreifast um jörðina. Orkunotkun hefur mikil áhrif á dreifingu útilýsingar. Þéttbýlissvæði í Norður-Ameríku, Evrópu og suðausturhluta Asíu eru mjög áberandi á myndinni. Hins vegar er lítið um útilýsingu á stórum, þéttbýlum svæðum (til dæmis í Afríku) vegna þess að íbúar hafa ekki aðgang að rafmagni. Smellið á myndina til þess að sjá hana í meiri upplausn.

Jörðin að nóttu til
Mynd samsett úr fjölmörgum myndum frá gervihnöttum sem sýnir jörðina að næturlagi. Smellið á myndina til þess að stækka hana. Mynd: NASA Earth Observatory. 

Staðan á Íslandi

Haustið 2013 kom út skýrsla starfshóps um myrkurgæði á Íslandi. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir stöðuna í þessum málum á Íslandi og settar fram tillögur um hvernig hægt er að draga úr áhrifum lýsingar á næturhimininn.

Á Stjörnufræðivefnum er að finna bækling um áhrif útilýsingar á umhverfið og hvað hægt er að gera til þess að draga úr áhrifum hennar. Bæklingurinn ætti að reynast ágætur inngangur um þetta efni bæði fyrir almenning og nemendur í efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla.

ljosmengungarbaeklingur_isl_mynd

Einnig má benda á mjög góða vefsíðu þar sem verkfræðingurinn Ágúst Bjarnasonar útskýrir ljósmengun.

Loks má benda á að leit á Google á ensku skilar ýmsum niðurstöðum um áhrif lýsingar á dýralíf og mögulega á heilsu fólks.