Bók um Higgs-eindina komin út á íslensku
Máttur tómarúmsins eftir Lisu Randall komin út hjá Tifstjörnunni
Út er komin bókin Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin eftir einn þekktasta eðlisfræðing heims, Lisu Randall, prófessor í eðlisfræði við Harvard háskóla. Baldur Arnarson, blaðamaður og Sveinn Ólafsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, þýddu.
Í bókinni lýsir Randall fundi Higgs-eindarinnar og hvernig hann kann að marka upphaf nýrrar undirliggjandi kenningar um efnisheiminn. Sagt er frá því hvaða þýðingu fundur Higgs-eindarinnar gæti haft fyrir skilning okkar á „tómu“ rúmi. Það er ekki tómt heldur er í því fólginn máttur, Higgs-sviðið, sem gefur öreindum massa. Án þess væru atómin og við ekki til. Higgs-eindin er birtingarmynd sviðsins og með fundi hennar lýkur tæplega hálfrar aldar leit. Vísindin standa á tímamótum og kann fundurinn að leiða til nýrra svara um alheiminn og ráðgátur hans.
Í fyrra gaf sama útgáfufyrirtæki út bókina Skipulag alheimsins eftir Stephen Hawking og og Leonard Mlodinow.
Hægt er að panta bókina beint frá útgefanda, Tifstjörnunni, hér en hún fæst líka í öllum verslunum Eymundsson og Bóksölu stúdenta.
Sævar Helgi Bragason
06. des. 2012
Tilkynningar
Bók um Higgs-eindina komin út á íslensku
Máttur tómarúmsins eftir Lisu Randall komin út hjá Tifstjörnunni
Út er komin bókin Máttur tómarúmsins: Higgs-eindin fundin eftir einn þekktasta eðlisfræðing heims, Lisu Randall, prófessor í eðlisfræði við Harvard háskóla. Baldur Arnarson, blaðamaður og Sveinn Ólafsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, þýddu.
Í bókinni lýsir Randall fundi Higgs-eindarinnar og hvernig hann kann að marka upphaf nýrrar undirliggjandi kenningar um efnisheiminn. Sagt er frá því hvaða þýðingu fundur Higgs-eindarinnar gæti haft fyrir skilning okkar á „tómu“ rúmi. Það er ekki tómt heldur er í því fólginn máttur, Higgs-sviðið, sem gefur öreindum massa. Án þess væru atómin og við ekki til. Higgs-eindin er birtingarmynd sviðsins og með fundi hennar lýkur tæplega hálfrar aldar leit. Vísindin standa á tímamótum og kann fundurinn að leiða til nýrra svara um alheiminn og ráðgátur hans.
Í fyrra gaf sama útgáfufyrirtæki út bókina Skipulag alheimsins eftir Stephen Hawking og og Leonard Mlodinow.
Hægt er að panta bókina beint frá útgefanda, Tifstjörnunni, hér en hún fæst líka í öllum verslunum Eymundsson og Bóksölu stúdenta.
Panta
Sævar Helgi Bragason 06. des. 2012 Tilkynningar
Ummæli