Tilkynningar

Pólskur geimfari heldur fyrirlestur um geimferðir

Sævar Helgi Bragason 17. maí 2014 Tilkynningar

Miroslaw Hermaszewski
Miroslaw Hermaszewski

Mánudaginn 19. maí 2014 heldur pólski geimfarinn Miroslaw Hermaszewski fyrirlestur um geimferðir. Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og hefst hann klukkan 19:00.

Miroslaw Hermaszewski er fyrsti og eini Pólverjinn sem farið hefur út í geiminn. Í júlí árið 1978 fór hann ásamt Rússanum Pyotr Klimuk með Soyuz 30 geimfari í Salyut 6 geimstöð Sovétmanna og dvaldi þar í tæplega átta daga.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum pólsks stjörnuáhugafólks á Íslandi, Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Háskólans í Reykjavík.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis!

Upplýsingar um viðburð

  • Viðburður: Fyrirlestur um geimferðir

  • Hvar: Stofa M101 í Háskólanum í Reykjavík

  • Hvenær: Mánudagur 19. maí 2014 kl. 19:00

Tenglar