Tilkynningar

Breytingar á forsíðu Stjörnufræðivefsins

Sævar Helgi Bragason 29. mar. 2011 Tilkynningar

Glöggir lesendur Stjörnufræðivefsins hafa eflaust tekið eftir að gerðar hafa verið örlitlar breytingar á forsíðunni. Í stað tengingar við mynd dagsins, sem var á ensku, er nú komin Mynd vikunnar sem er á íslensku. Einnig hefur bæst við dálkur sem nefnist tilkynningar en þangað mun rata það efni sem ef til vill á ekki heima undir fréttum.

Við vonum að þessar breytingar falli vel í kramið hjá notendum vefsins.