ESOcast 28: Faldir fjársjóðir ESO
Vefvarp frá European Southern Observatory undir handleiðslu Dr. J.
Sævar Helgi Bragason
19. apr. 2011
Tilkynningar
Í stóru gagnasafni ESO eru geymdar athuganir öflugustu stjörnusjónauka heims. Í það sækja alla jafna stjörnufræðingar, oftast í leit að einhverju tilteknu. Nýlega efndi ESO til Hidden Treasures stjörnuljósmyndakeppni þar sem stjörnuáhugamenn fengu tækifæri til að sökkva sér í gagnasafnið í leit að földum fjársjóðum til að vinna úr. Það var Rússinn Igor Chekalin sem varð hlutskarpastur og hlaut að launum ferð til Chile þar sem hann fékk að nota Very Large Telescope.
En hvernig tókst honum þetta? Gætir þú gert slíkt hið sama?
Í nýjasta ESOcast vefvarpinu er kastljósinu beint að Hidden Treasures keppninni og sýnt hvernig hópur áhugasamra og hæfileikaríkra stjörnuljósmyndara tókst að finna og útbúa glæsilegar ljósmyndir úr földum fjársjóðum ESO.
Tenglar
Tengt myndskeið
ESOcast 28: Faldir fjársjóðir ESO
Vefvarp frá European Southern Observatory undir handleiðslu Dr. J.
Sævar Helgi Bragason 19. apr. 2011 Tilkynningar
Í stóru gagnasafni ESO eru geymdar athuganir öflugustu stjörnusjónauka heims. Í það sækja alla jafna stjörnufræðingar, oftast í leit að einhverju tilteknu. Nýlega efndi ESO til Hidden Treasures stjörnuljósmyndakeppni þar sem stjörnuáhugamenn fengu tækifæri til að sökkva sér í gagnasafnið í leit að földum fjársjóðum til að vinna úr. Það var Rússinn Igor Chekalin sem varð hlutskarpastur og hlaut að launum ferð til Chile þar sem hann fékk að nota Very Large Telescope.
En hvernig tókst honum þetta? Gætir þú gert slíkt hið sama?
Í nýjasta ESOcast vefvarpinu er kastljósinu beint að Hidden Treasures keppninni og sýnt hvernig hópur áhugasamra og hæfileikaríkra stjörnuljósmyndara tókst að finna og útbúa glæsilegar ljósmyndir úr földum fjársjóðum ESO.
Tenglar
ESOcast 28
ESO Hidden Treasures keppnin
ESO Hidden Treasures Flickr hópurinn
Tengt myndskeið