Tilkynningar

Fyrirlestur Ann Druyan um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan

Sævar Helgi Bragason 11. maí 2011 Tilkynningar

Fimmtudaginn 26. maí flytur Ann Druyan fyrirlestur um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (Bellatrix) og hefst klukkan 20:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ann Druyan er bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún hefur fjallað mikið um áhrif vísinda og tækni á siðmenningu okkar. Druyan skrifaði ásamt eiginmanni sínum heitnum, geimvísindamanninum og húmanistanum Carl Sagan handritið að Cosmos sjónvarpsþáttunum. Þessir þættir nutu mikilla vinsælda, unnu til fjölmargra verðlauna og voru sýndir í meira en 60 löndum.

Erindi hennar heitir „At Home in the Cosmos

Ann Druyan kemur til Íslands á vegum Siðmenntar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heldur fyrirlestur um togstreituna á milli vísinda og trúarbragða og þau áhrif sem Carl Sagan hafði á almenna þekkingu og umræðu um vísindi.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta!

Tenglar

Ann Druyan