Stjörnuskoðunarfélagið á Vísindavöku föstudaginn 23. september
Sævar Helgi Bragason
21. sep. 2011
Tilkynningar
Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september í Háskólabíói. Vísindavakan verður sett klukkan 17:00 og henni lýkur klukkan 22:00.
Líkt og fyrri ár er Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness þátttakandi í Vísindavöku. Gestum og gangandi gefst kostur á að handleika loftsteina, fræðast um furður himins og líta í gegnum stjörnusjónauka ef veður leyfir. Hægt verður að fá stjörnukort gefins og einhverja glaðninga fyrir yngsta áhugafólkið.
Um kvöldið verður Sverrir Guðmundsson, ritari félagsins og einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins, með erindi sem hann nefnir Stjörnuhiminn að hausti.
Sjáumst á Vísindavöku!
Stjörnuskoðunarfélagið á Vísindavöku föstudaginn 23. september
Sævar Helgi Bragason 21. sep. 2011 Tilkynningar
Vísindavaka 2011 verður haldin föstudaginn 23. september í Háskólabíói. Vísindavakan verður sett klukkan 17:00 og henni lýkur klukkan 22:00.
Líkt og fyrri ár er Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness þátttakandi í Vísindavöku. Gestum og gangandi gefst kostur á að handleika loftsteina, fræðast um furður himins og líta í gegnum stjörnusjónauka ef veður leyfir. Hægt verður að fá stjörnukort gefins og einhverja glaðninga fyrir yngsta áhugafólkið.
Um kvöldið verður Sverrir Guðmundsson, ritari félagsins og einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins, með erindi sem hann nefnir Stjörnuhiminn að hausti.
Sjáumst á Vísindavöku!