Tilkynningar

Stjörnufræðivefurinn hlýtur verðlaun fyrir vísindamiðlun

Deilum verðlaununum með Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness

Sævar Helgi Bragason 23. sep. 2011 Tilkynningar

Við setningu Vísindavöku 2011 var Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn veitt viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun. Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnuskoðunarfélagsins og einn af ritstjórum Stjörnufræðivefsins, veitti viðurkenningunni viðtöku úr hendi forstöðumanns Rannís, Hallgríms Jónassonar. Í tilkynningu Rannís segir að þeir sem standa að Stjörnuskoðunarfélaginu og Stjörnufræðivefnum hafa verið mjög ötulir við að fræða almenning, og sérstaklega börn og ungmenni um undur alheimsins.

Við erum auðvitað skýjum ofar (eins og venjulega) með þessa viðurkenningu enda lagt mikla (sjálfboðaliða) vinnu á okkur síðustu ár í samstarfi við Stjörnuskoðunarfélagið. Við erum hvergi nærri hættir og erum með mörg fleiri verkefni í pípunum ásamt því að fylgja eldri verkefnum eftir.