Tilkynningar

Fyrirlestur um stjörnuskoðun að vori á Náttúrufræðistofnun

Sævar Helgi Bragason 16. jan. 2012 Tilkynningar

Miðvikudaginn 18. janúar flytur Sverrir Guðmundsson fyrirlestur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem nefnist:

Stjörnuskoðun að vori

Eins og nafnið gefur til kynna mun Sverrir segja frá nokkrum fyrirbærum og stjörnumerkjum sem sjást vel á vorin, svo sem Sjöstirninu, Karlsvagninum í Stórabirni og veiðimanninum Óríon. Einnig mun hann segja frá reikistjörnunum sem sjást á himninum en í vor er óvenjugott að skoða reikistjörnur. Nú ber mest á Venusi og Júpíter en í mars mun Mars verða áberandi á næturhimninum með áberandi appelsínugula slikju yfir sér.

Hér er vefslóð á kynningu á fyrirlestrinum á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar.

Allir velkomnir