Tilkynningar

Stjörnuskoðunarfélagið í Sjóminjasafninu Víkinni á Safnanótt 10. febrúar

Sævar Helgi Bragason 04. feb. 2012 Tilkynningar

SafnanóttStjörnuskoðunarfélagið og Stjörnufræðivefurinn verða í Sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð á safnanótt 10. febrúar. Við verðum með bás innanhúss þar sem við gefum stjörnukort og spjöllum við gesti og gangandi. Ef veður leyfir munum við bjóða upp á stjörnuskoðun utanhúss en þessa dagana er t.d. mjög gaman að skoða Venus, Júpíter og Sjöstirnið. Við hvetjum áhugasama að koma og taka þátt eða kíkja við. Netfang félagsins er [email protected] ef einhverjir vilja taka þátt í safnanótt.

Staður: Sjóminjasafnið Víkin
Tímasetning: kl. 19-22 föstudaginn 10. febrúar

Atburður á Facebook