Tilkynningar

Stjörnufræðivefurinn flytur fréttir af Chandra geimsjónaukanum

Sævar Helgi Bragason 14. mar. 2012 Tilkynningar

Stjörnufræðivefurinn hefur hafið samtarf við vísindamiðlunarhóp Chandra röntgensjónauka NASA um fréttaflutning af nýjustu niðurstöðum geimsjónaukans.

Fyrsta fréttin á íslensku fjallar um niðurstöður tveggja rannsókna á hinu dularfulla hulduefni http://www.stjornufraedi.is/frettir/nr/722

Chandra röntgengeimsjónaukanum var skotið á loft með geimferjunni Kólumbíu þann 23. júlí árið 1999. Sjónaukinn er nefndur indverska stjarneðlisfræðingnum Subrahmanyan Chandrasekhar til heiðurs en meðal afreka hans var að reikna út massamörk hvítra dverga.