Myrkvagleraugu til sölu fyrir þvergöngu Venusar
Sævar Helgi Bragason
23. maí 2012
Tilkynningar
Senn líður að þvergöngu Venusar 5.-6. júní 2012 og er undirbúningur í fullum gangi hjá félagsmönnum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Til að gera sem flestum kleift að skoða sólina á öruggan hátt og sjá Venus á sólskífunni hefur félagið hafið sölu á sérstökum myrkvagleraugum.
Myrkvagleraugun eru úr sólarfilmu frá þýska sjóntækjaframleiðandanum Baader Planetarium. Hún síar burt hættulega útfjólubláa og innrauða geislun og hleypir aðeins í gegn 100.000 hluta sólarljóssins. Með þeim er því hægt að horfa á sólina á öruggan hátt og sjá Venus sem dökkan punkt á sólskífunni en líka stóra sólbletti sem á henni eru annað slagið.
Hægt er að panta gleraugu á vefsíðu félagsins:
- 1 gleraugu kosta 500 kr
- 2-4 gleraugu kosta 400 kr./stk.
- 5 eða fleiri gleraugu kosta 350 kr./stk.
Allur ágóði af sölu gleraugnanna verður nýttur til að efla áhuga á stjörnuskoðun á Íslandi.
Panta gleraugu
Opið hús í Valhúsaskóla sunnudaginn 3. júní
Sunnudaginn 3. júní verður opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélaginu í Valhúsaskóla milli kl. 14:00 og 16:00. Þar munu félagsmenn meðal annars leyfa gestum að skoða sjónauka félagsins (sem er sá stærsti á landinu) og ef veður leyfir verður sólin skoðuð með ýmsum sjónaukum. Við segjum nánar frá því þegar nær dregur.
Ath! Hægt verður að kaupa myrkvagleraugun á opna húsinu.
Myrkvagleraugu til sölu fyrir þvergöngu Venusar
Sævar Helgi Bragason 23. maí 2012 Tilkynningar
Senn líður að þvergöngu Venusar 5.-6. júní 2012 og er undirbúningur í fullum gangi hjá félagsmönnum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Til að gera sem flestum kleift að skoða sólina á öruggan hátt og sjá Venus á sólskífunni hefur félagið hafið sölu á sérstökum myrkvagleraugum.
Myrkvagleraugun eru úr sólarfilmu frá þýska sjóntækjaframleiðandanum Baader Planetarium. Hún síar burt hættulega útfjólubláa og innrauða geislun og hleypir aðeins í gegn 100.000 hluta sólarljóssins. Með þeim er því hægt að horfa á sólina á öruggan hátt og sjá Venus sem dökkan punkt á sólskífunni en líka stóra sólbletti sem á henni eru annað slagið.
Hægt er að panta gleraugu á vefsíðu félagsins:
Allur ágóði af sölu gleraugnanna verður nýttur til að efla áhuga á stjörnuskoðun á Íslandi.
Panta gleraugu
Opið hús í Valhúsaskóla sunnudaginn 3. júní
Sunnudaginn 3. júní verður opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélaginu í Valhúsaskóla milli kl. 14:00 og 16:00. Þar munu félagsmenn meðal annars leyfa gestum að skoða sjónauka félagsins (sem er sá stærsti á landinu) og ef veður leyfir verður sólin skoðuð með ýmsum sjónaukum. Við segjum nánar frá því þegar nær dregur.
Ath! Hægt verður að kaupa myrkvagleraugun á opna húsinu.