Leggðu þitt af mörkum
Stjörnufræðivefurinn er stærsta upplýsingaveita sem til er á íslensku um allt sem viðkemur stjarnvísindum og stjörnuskoðun.
Stjörnufræðivefurinn hefur verið starfandi frá árinu 2004. Vefurinn er stærsta upplýsingaveita sem til er á íslensku um allt sem viðkemur stjarnvísindum og stjörnuskoðun. Vefurinn er mikið notaður, sér í lagi af nemendum og kennurum á öllum skólastigum, en líka fjölmiðlum sem vitna oft til hans.
Allt fræðsluefni á Stjörnufræðivefnum hefur alltaf verið öllum aðgengilegt án endurgjalds og þannig verður það alltaf. Margir hafa sett sig í samband við okkur og óskað eftir því að fá að styrkja vefinn. Stuðningur hjálpar okkur ennfremur að standa að verkefnum sem tengjast eflingu náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum.
Allur stuðningur verður notaður til að þróa og efla vefinn enn frekar.