Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 8 – haust 2013
Um dagbókina
Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.
IMAX mynd um Hubble geimsjónaukann
Ég sýndi mynd IMAX um Hubble geimsjónaukann og ferð geimferjunnar Atlantis til hans árið 2009. Þessi mynd er mjög áhugaverð og nemendum finnst alltaf gaman að sjá geimfara svífa í þyngdarleysi á braut um jörðina.
Myndina keypti ég á útsölu í Nexus fyrir nokkrum árum en hún fæst einnig á Amazon og fleiri vefverslunum.
Örfyrirlestrar um stjörnumerkin
Nokkrir nemendur fluttu örfyrirlestra um stjörnumerki sem var sagt frá í umfjöllun um kennsluviku 3.