Dagbók stjörnufræðikennara – Kennsluvika 9 – haust 2013
Um dagbókina
Hér er sagt frá einni kennsluviku í stjörnufræði við Menntaskólann í Reykjavík veturinn 2013-2014.
Fyrirlestur um ljósmengun og stjörnutalningu
Í þessari viku flutti ég fyrirlestur á málþingi um myrkurgæði í tilefni þess að starfshópur umhverfisráðherra skilaði af sér skýrslu um stöðu þessara mála á Íslandi. Af því tilefni fræddi ég nemendur um stjörnutalningu og ljósmengun og hvernig útilýsing hefur áhrif á fjölda stjarna sem sjást á himninum.
Sjávarföll
Ég sagði nemendum frá sjávarföllum og tengslum þeirra við gang tungls og sólar. Sýndi þeim einnig tvö myndbönd af sjávarföllum frá Fundy-flóa í Kanada og frá fólki sem fer á brimbretti á sjávarfallabylgju í Kína.
Myndun sólkerfisins
Hér að neðan er glærusýning um myndun sólkerfisins. Nýjustu líkön vísindamanna gefa til kynna að gasrisarnir hafi myndast nær sólu og færst svo út á við til þeirra brauta þar sem þeir eru núna (NICE-líkanið).