Rauður risi blæs sápukúlu
2. júlí 2012
Björt stjarna er umlukin lítilli skel úr gasi á þessari óvenjulegu mynd frá Hubblessjónauka NASA og ESA. U Camelopardalis, eða U cam, er stjarna sem nálgast endalok ævi sinnar. Eftir því sem hún brennir meiru af eldsneyti sínu verður hún óstöðugari. Á nokkurra árþúsunda fresti sendir hún frá sér nærri kúlulaga skel úr gasi þegar stjarnan hefur bruna í helíumlagi sem umlykur kjarna hennar. Gasið sem hún sendi frá sér síðast er greinilegt á þessari mynd sem dauf „sápukúla“ sem umlykur stjörnuna.
U Cam er dæmi um kolefnisstjörnu. Þessi sjaldgæfa tegund stjörnu inniheldur meira kolefni en súrefni í ystu lögum sínum. Vegna lágs þyngdartogs við yfirborðið getur kolefnisstjarna sent frá sér helming af massa sínum með sterkum sólvindum.
U cam er í stjörnumerkinu Gíraffanum, nálægt norðurpól himins og er í raun mun minni en myndin að ofan gefur til kynna. Í raun myndi stjarnan passa auðveldlega inn í einn pixel á miðju myndarinnar. Birta hennar er hins vegar nægilega mikil til að Advanced Camera for Surveys á Hubble sýni hana mun stærri en hún er.
Gasskelin, sem er mun stærri og miklu daufari en stjarnan sjálf, sést í miklum smáatriðum á þessari mynd. Á meðan fyrirbæri sem eiga sér stað við endalok stjarna eru oft mjög óregluleg og óstöðug (sjá t.d. mynd Hubbles af Eta Carinae, mv1208a) þá er gasskelin sem U Cam sendir frá sér nánast fullkomnlega kúlulaga.
Myndin var sett saman úr myndum frá Advanced Camera for Surveys á Hubble.
Mynd: ESA/Hubble og NASA
Um fyrirbærið
-
Nafn: U Camelopardalis
-
Tegund: Kolefnisstjarna
-
Stjörnumerki: Gíraffinn
-
Fjarlægð: 1.500 ljósár
Þysjanleg mynd
Myndir
-
Upprunaleg stærð (.tif) 1,5 MB
-
Stór JPEG 309,2 KB
-
Skjástærð JPEG 296,9 KB
Ummæli