Messier 105

Sporvöluþoka í Ljóninu

  • Messier 105, sporvöluþoka, Ljónið
    Sporvöluþokan Messier 105 í Ljóninu. Mynd: NOAO/AURA/NSF
Helstu upplýsingar
Tegund: Sporvöluþoka
 Gerð: E1
Stjörnulengd:
10klst 47mín 49,6s
Stjörnubreidd:
+13° 34′ 54"
Fjarlægð:
32 milljón ljósár
Sjónstefnuhraði:
911 ± 2 km/s
Sýndarbirtustig:
+10,2
Stjörnumerki: Ljónið
Önnur skráarnöfn:
NGC 3379

Franski stjörnufræðingurinn Pierre Méchain uppgötvaði M105 þann 24. mars 1781. Af einhverjum ástæðum rataði þokan ekki í upprunalegu skrá landa hans og vinar Charles Messiers. Það var ekki fyrr en árið 1947, þegar bandaríski stjörnufræðingurinn Helen Sawyer Hogg fann bréf Méchains frá 6. maí 1783, þar sem hann lýsir þokunni, að henni var bætt við skrá Messiers.

Messier 105 er í um 32 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún fjarlægist vetrarbrautina okkar á yfir 900 km hraða á sekúndu. Vetrarbrautin tilheyrir hópi vetrarbrauta í Ljóninu sem kenndur er við Messier 96. Í miðju hennar er risasvarthol, líklega 50 milljónir sólmassa.

Á himninum

Messier 105 sést leikandi frá Íslandi. Mikilvægt er að nota stjörnukort af Ljóninu til að staðsetja hana. Hægt er að koma auga á hana í gegnum handsjónauka við góðar aðstæður svo hún sést líka leikandi með litlum stjörnusjónaukum. Líkt og við á um flestar sporvöluþokur er ekki margt annað að sjá en þokumóðu sem dofnar til jaðranna.

Tengt efni

Heimildir

Hvernig vitna skal í þessa grein

  • Sævar Helgi Bragason (2012). Messier 105. Stjörnufræðivefurinn. http://www.stjornuskodun.is/stjornuskodun/djupfyrirbaeri/messierskrain/messier-105 (sótt: DAGSETNING).