NGC 1275
Tegund: | Sporvöluvetrarbraut |
Stjörnulengd: |
03klst 19mín 48,1s |
Stjörnubreidd: |
+41° 30′ 42" |
Fjarlægð: |
237 milljón ljósár |
Sýndarbirtustig: |
+12,6 |
Stjörnumerki: | Perseifur |
Önnur skráarnöfn: |
Perseus A, Caldwell 24 |
Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði vetrarbrautina þann 20. október árið 1784.
NGC 1275 er nálægt miðju Perseifsþyrpingarinnar, vetrarbrautaþyrpingar í samnefndu stjörnumerki sem inniheldur næstum 200 vetrarbrautir. Hún er virk vetrarbraut sem geymir risasvarthol í kjarna sínum sem blæs kúlum sem gefa frá sér útvarpsbylgjur þegar þær lenda á gasi í kring.
Frá kjarnanum stefna líka gasþræðir sem ná út fyrir vetrarbrautina inn í margra milljóna gráðu heitt gas sem umlykur vetrarbrautina. Á myndinni sem fylgir þessari grein eru þræðirnir aðeins um 200 ljósár að breidd en allt að 200.000 ljósára langir. Svæðið á myndinni er um 260.000 ljósár í þvermál.