NGC 188

  • NGC 188, stjörnuþyrping, lausþyrping
    Lausþyrpingin NGC 188 í stjörnumerkinu Sefeusi. Mynd: Martin Cerman/SEDS
Helstu upplýsingar
Tegund: Lausþyrping
Stjörnulengd:
00klst 48mín 26s
Stjörnubreidd:
+85° 15,3'
Fjarlægð:
5.000 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Sefeus
Önnur skráarnöfn:
Cl Melotte 2, Caldwell 1

Ensk stjörnufræðingurinn John Herschel uppgötvaði þyrpinguna þann 3. nóvember árið 1831.

NGC 188 er fræg fyrir að vera ein elsta lausþyrpingin í vetrarbrautinni okkar, líklega yfir 5 milljarða ára gömul. Hún samanstendur af um 120 stjörnum, sú heitasta F2 stjarna á meginröð en tíu björtustu stjörnurnar eru gulir risar.

NGC 188 er nálægt norðurpóli himins, hátt yfir fleti vetrarbrautarinnar.

Heimildir

  1. Courtney Seligman - NGC 188

  2. SIMBAD Astronomical Database - NGC 188