NGC 1999

  • NGC 1999, endurskinsþoka
    Endurskinsþokan NGC 1999 í stjörnumerkinu Óríon. Mynd: NASA/ESA
Helstu upplýsingar
Tegund: Endurskinsþoka
Stjörnulengd:
05klst 36mín 27s
Stjörnubreidd:
-06° 43′ 18"
Fjarlægð:
1.500 ljósár
Sýndarbirtustig:

Stjörnumerki: Óríon
Önnur skráarnöfn:

Ensk-þýski stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvaði þokuna þann 5. október árið 1785.

Þokan er lýst upp af breytistjörnunni V380 Orionis. Eitt sinn var talið að svarti bletturinn væri þétt gas- og rykský sem kæmi í veg fyrir að ljós bærist í gegn. Slík fyrirbæri eru kölluð skuggaþokur. Þegar innrauða geimsjónaukanum Herschel var beint að skýinu árið 2009 kom í ljós að um efnislaust gat væri að ræða. Þetta var síðan staðfest með APEX hálfsmillímetra sjónaukanum og fleiri sjónaukum.

Heimildir

  1. Hubble Takes a Close-up View of a Reflection Nebula in Orion

  2. http://en.wikipedia.org/wiki/NGC_1999

  3. Courtney Seligman - NGC 1999

  4. SIMBAD Astronomical Database - NGC 1999